Framhald af hinni góðu helgi.

Þar sem sunnudagur reis bjartur og fagur var ekki laust við að vonir um fegurra líf þar sem menn konur og börn gætu andað að sér réttlæti,frið og bræðralagi.

Samstilling lífs og efnis í alheimi. Því fannst okkur vinunum mér og Árna alveg tilvalið að fara skjóta, vettvangurinn var hið mjög svo verndaða vatnsverndarsvæði Reykvíkinga, fólkvangurinn í Bláfjöllum. Hvar annarsstaðar er nú gott að leysa þessar tilfinningar úr læðingi, sérstaklega gott að setja svona nokkur grömm af blýi í jarðveginn. Fljótlega eftir að ég hafði sett slatta af efasemdum við vin minn og hann sannfært mig um að þetta væri allt góðu fundum við stað. Reyndar getur vinur minn stundum talað smá (skil hvað ég sæki í svona fólk) en ekki var alveg að fara saman akstur, tal og leiðarval. En ég ákvað að vera góður vinur og setja ekki út á neitt, enda hann átti bílinn,riffilinn hin nýja og skotinn.

Fljótlega eftir að staður var valinn sáu mín haukfráu augu einmanna rjúpu, hvatti ég Árna til að sína henni grið, en feigðartryllt augnaráðið mátti greina og fljótlega hlóð eigandinn byssuna og gerði sig kláran. Andlegt þrek mitt gat ekki afborið að sjá saklaust dýrið vegið utan lögbundins dauðatíma, bað ég öll æðri máttarvöld að láta vin minn ekki hitta. Skotið ríður af, "hún slapp,, mælti vinur minn tvítóna röddu, ekki læddist að mér nokkur vafi að máttarvöldin höfðu gripið þar inní. Vinur minn var ekki hress, vopnið var með þungu hlaupi, sjónauka og átti því samkvæmt vísindalegum kenningum að vera óskeikult. Sannfærði ég vin um að hann væri örugglega hin besta skytta ,en í þetta sinn væru aðrir kraftar að verki. Héldum við för okkar áfram yfir úfið hraunið þar sem koma skyldi fyrir skotskífu úr plastaðri Ikea spónaplötu, var listamaðurinn drátthagi ég fenginn til að teikna skotskífur. Ferlið er eftirfarandi tekinn var túss í hönd (vinstri) dreginn hringur svo annar minni hringur og svo minni hringur en hann og að lokum búinn til lítill depill, sem er miðjan. Tekið skal fram að platan var hvít og tússið svart. Þegar þessu ferli var lokið var hillunni stillt upp. Fórum við skytturnar þá 30 metra fjarlægð og komum okkur þar fyrir, kalt blés norðan vindur febrúarmorgun, en ekki var það látið trufla eftirvæntingu og spennu. Eigandinn skyldi hleypa fyrstu skotum í hina listrænu skotskífu, fljótlega kom í ljós að ekki höfðu máttarvöldin neitt með fuglinn flygi á brott á vit örlaga. Sjónaukinn var svona aðeins til hliðar og niður, létum það ekki trufla heldur miðuðum þá bara meira til hliðar og upp. Fór svo að lokum að miðjan var hæfð. Heimför, gleði.

 

Næst var svo að fara í afmæli Freyju yfirprinsess 12 ára elskan mín var glæsileg og full eftirvæntingar, en og aftur hafði mín fyrrverandi búið til veglegrar fermingarafmælisveislu þetta skilja þeir sem hafa komið í afmæli ala Inga. En af gömlum vana hrökk maður í gamla heimilisgírinn og fór að aðstoða við veisluhöldinn, en gaf sér tíma í rjóma og majonesfyllta munnbita. Syndsamlega gott og óhollt, en ég kaupi mið hjá Hjartavernd svo þetta sleppur. Þarna var dustað rykið og flasan af gömlum kynnum milli ættingja skrafað, hlegið og hent af mörgu gaman. Endað á svo gríðarlegu knúsi milli mín og Freyju og Gauta greina mátti vota hvarma. Yndislegt þetta líf (á köflum).

 

Kvikmyndahús með Guðmundi hinum góða sambýling að veislu lokinni. Barið var augum verkið Blóðdemantar, ágætur hraði, flétta. En síðasti hálftíminn var þannig að handritshöfundur hefur þurft að ganga örna sinna og einhver óprúttinn stolist til að skrifa endinn. VVVVVVVVVÆÆÆÆÆÆÆÆMMMMMMMNNNNNNNIIIIIII dauðans, afsakið meðan að ég æli. En 3 af 6 mögulegum gef henni séns, fannst Lord of War miklu betri sýndi betur spillinguna og hina endalausu hræsni okkar 1 heimsbúa til þessa fólks.

 

Síðan mánudagur norður engin afskipti höfð af mér né Silfureldingunni.

Hilsen pilsen. Maðurinn kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á fólkvangi góðum og vernduðu svæði þú tókst að þér að spilla. Ég vona að þessi setning sé alfarið málfarsvilla. En að öðru leyti líst mér auðvitað þræl vel á þessa suðurferð í fang þinna förgru barna þeim til skemmtunar. Legg ég á og mæli um að síkt megi oftar vera.

Gunnar Páll (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband