9.3.2007 | 00:38
Pæling!
Hef átt samtöl við fólk eins og flestir aðrir, stundum hefur umræðan beinst að geðsjúkdómum og krankleikum hugans. Þunglyndi hefur oftar en ekki verið þar algengast og einnig kvíði. Tölur eins og 45-50% þjóðarinnar þjáist af slíkum krankleikum hafa verið birtar og sjokkerað samfélagið. Einnig hefur samfélagið til langs tíma verið fordómafullt gagnvart þessum sjúkdómum. Þunglyndir einstaklingar kallaðir latir eða fullir af sleni, kvíðasjúklingar þótt vera hreinlega móðursjúkir.
Jafnvel hefur maður heyrt fordóma í garð þeirra lyfja sem framleidd eru til hjálpar þessum sjúklingum. Og sjúklingarnir sjálfir einnig með fordóma gegn lyfjunum (sjálfsagt vegna fordóma hinna fyrrnefndu). Megnið af því fólki sem ég hef kynnst sem hefur verið haldið þessum krankleika, hefur einnig drukkið áfengi með lyfjunum ,kannski til öryggis. Oftar en ekki hefur sú blanda ekki verið að skila geðslegum árangri, en vekur upp pælingu um hvað getur talist vera innan marka hins "hefðbundna og viðurkennda". Oft vill samfélagsleg umræða með tilheyrandi fáfræði og fordómum ná að halda umræðum niðri í myrkri miðalda.
Þá kemur einnig að annarri pælingu, fólk getur neytt áfengis sem er löggildur vímugjafi, en er ekki seldur sem lækningarlyf og þá einnig þeir sjúklingar eins og rætt er um hér að ofan. Um vínin eru ritaðar lærðar bækur (t.d léttvín) þar sem þau eru flokkuð eftir aldri , þrúgum og bragði. Jafnvel er það talið til hámenningar að kunna neyta og að meta góð vín. Fínt með mat osfrv.
Ætli lyfin myndu öðlast slíkan sess ef einhver lasarusinn myndi gefa út bók um mismunandi virkni og áhrif lyfjana, flokka eftir löndum, styrkleika, þróun og rannsóknir. Bókin gæti verið markaðsett eins og vínbók og höfðað til þeirra 45-50 % þjóðarinnar og kannski slegið á fordóma hinna. Hugmyndir af nöfnum: Lagt í lyfin, Pillupælarinn, Kringlótta kátínan, Höfuðlausnir..ahhh nei það er búið.
Svona smá pæling!
Trúr eiginmaður: Heimskautafari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 03:06
Framhald af hinni góðu helgi.
Þar sem sunnudagur reis bjartur og fagur var ekki laust við að vonir um fegurra líf þar sem menn konur og börn gætu andað að sér réttlæti,frið og bræðralagi.
Samstilling lífs og efnis í alheimi. Því fannst okkur vinunum mér og Árna alveg tilvalið að fara skjóta, vettvangurinn var hið mjög svo verndaða vatnsverndarsvæði Reykvíkinga, fólkvangurinn í Bláfjöllum. Hvar annarsstaðar er nú gott að leysa þessar tilfinningar úr læðingi, sérstaklega gott að setja svona nokkur grömm af blýi í jarðveginn. Fljótlega eftir að ég hafði sett slatta af efasemdum við vin minn og hann sannfært mig um að þetta væri allt góðu fundum við stað. Reyndar getur vinur minn stundum talað smá (skil hvað ég sæki í svona fólk) en ekki var alveg að fara saman akstur, tal og leiðarval. En ég ákvað að vera góður vinur og setja ekki út á neitt, enda hann átti bílinn,riffilinn hin nýja og skotinn.
Fljótlega eftir að staður var valinn sáu mín haukfráu augu einmanna rjúpu, hvatti ég Árna til að sína henni grið, en feigðartryllt augnaráðið mátti greina og fljótlega hlóð eigandinn byssuna og gerði sig kláran. Andlegt þrek mitt gat ekki afborið að sjá saklaust dýrið vegið utan lögbundins dauðatíma, bað ég öll æðri máttarvöld að láta vin minn ekki hitta. Skotið ríður af, "hún slapp,, mælti vinur minn tvítóna röddu, ekki læddist að mér nokkur vafi að máttarvöldin höfðu gripið þar inní. Vinur minn var ekki hress, vopnið var með þungu hlaupi, sjónauka og átti því samkvæmt vísindalegum kenningum að vera óskeikult. Sannfærði ég vin um að hann væri örugglega hin besta skytta ,en í þetta sinn væru aðrir kraftar að verki. Héldum við för okkar áfram yfir úfið hraunið þar sem koma skyldi fyrir skotskífu úr plastaðri Ikea spónaplötu, var listamaðurinn drátthagi ég fenginn til að teikna skotskífur. Ferlið er eftirfarandi tekinn var túss í hönd (vinstri) dreginn hringur svo annar minni hringur og svo minni hringur en hann og að lokum búinn til lítill depill, sem er miðjan. Tekið skal fram að platan var hvít og tússið svart. Þegar þessu ferli var lokið var hillunni stillt upp. Fórum við skytturnar þá 30 metra fjarlægð og komum okkur þar fyrir, kalt blés norðan vindur febrúarmorgun, en ekki var það látið trufla eftirvæntingu og spennu. Eigandinn skyldi hleypa fyrstu skotum í hina listrænu skotskífu, fljótlega kom í ljós að ekki höfðu máttarvöldin neitt með fuglinn flygi á brott á vit örlaga. Sjónaukinn var svona aðeins til hliðar og niður, létum það ekki trufla heldur miðuðum þá bara meira til hliðar og upp. Fór svo að lokum að miðjan var hæfð. Heimför, gleði.
Næst var svo að fara í afmæli Freyju yfirprinsess 12 ára elskan mín var glæsileg og full eftirvæntingar, en og aftur hafði mín fyrrverandi búið til veglegrar fermingarafmælisveislu þetta skilja þeir sem hafa komið í afmæli ala Inga. En af gömlum vana hrökk maður í gamla heimilisgírinn og fór að aðstoða við veisluhöldinn, en gaf sér tíma í rjóma og majonesfyllta munnbita. Syndsamlega gott og óhollt, en ég kaupi mið hjá Hjartavernd svo þetta sleppur. Þarna var dustað rykið og flasan af gömlum kynnum milli ættingja skrafað, hlegið og hent af mörgu gaman. Endað á svo gríðarlegu knúsi milli mín og Freyju og Gauta greina mátti vota hvarma. Yndislegt þetta líf (á köflum).
Kvikmyndahús með Guðmundi hinum góða sambýling að veislu lokinni. Barið var augum verkið Blóðdemantar, ágætur hraði, flétta. En síðasti hálftíminn var þannig að handritshöfundur hefur þurft að ganga örna sinna og einhver óprúttinn stolist til að skrifa endinn. VVVVVVVVVÆÆÆÆÆÆÆÆMMMMMMMNNNNNNNIIIIIII dauðans, afsakið meðan að ég æli. En 3 af 6 mögulegum gef henni séns, fannst Lord of War miklu betri sýndi betur spillinguna og hina endalausu hræsni okkar 1 heimsbúa til þessa fólks.
Síðan mánudagur norður engin afskipti höfð af mér né Silfureldingunni.
Hilsen pilsen. Maðurinn kveður.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 01:31
Ímyndir, sköpun og list.
Gleðilegan dag!
Við heimsókn mína til höfuðborgarinnar bar margt fyrir augu og eyru sem gladdi og metti hug og sál! Þó var ferðin suður ekki alveg jafn tíðindalaus og ég hef þurft að venjast, afskiftafræðingar frá Borgarnes umdæmi sá sér fært að sæma bílinn minn sem hraðaksturstæki. Ég hef sagt öllum og segi en að þessi bíll er það alls ekki ,en þarna var einn af þessum "góðu dögum" eins og hjá handboltalandsliðinu, mældist á 110. Vill svo skemmtilega til fyrir allsgáðann og vitiborinn stjórnanda bílsins að ný gjaldskrá á sektum hefur verið tekinn í gildi og var því gæfan með mér.
Eitt af því "merkilega" sem var í samtali mínu og afskiftafræðinganna ,eftir að í ljós kom að ég væri við nám að Hólum, voru athugasemdir þeirra um biskup hólastaðar og hvernig búsetu hanns væri háttað. "Býr hann á staðnum? Hver á húsið? Hvað heitir hann?" Augnablik hugsaði ég "æ þetta er bara svona millibilsástand í skynjun, næsta sem þeir gera er að fara tala um astraltertugubb,,. Nei svo var ekki ,þetta voru svona alvöru spurningar ég snéri þessu náttúrlega í léttara hjal. Fullvissaði þá um að húsið væri í eigu ríkisins og þetta væri tryggur þjónn ríkis og kirkju sem rækti starf sitt af alúð og ánægju. Endaði svo samtalið með að vegsama búninga stofnun afskiftafræðinganna og hve athugulir þeir væru í starfi. (semsagt sssssssssmmmmmmmmmmjjjjjjjjaaaaaaaaððððððuuuuuuuurr), hætti reyndar þegar mér sjálfum var orðið hálf illt af ´væmni og leikrænum fléttum. Fór svo að þegja ,mundi skyndilega að hraðamælisbarkinn er slitinn og var því ekki nokkurri aðstöðu til að rengja mælitækinn, bauðst til þess að kvitta auðmjúkur. Sleppt. En verð víst fátækur af 15. þus ríkisdölum.
Kominn í höfuðstaðinn; við tók eftirvænting að hitta erfingja mína, einnig að takast á við hina marg auglýstu vetrarhátíð. Já og kíkja á eina fasteign, sem stóð svo ekki undir væntingum. Laugardagurinn skall á og svo kom kveldið ekki var laust við að hjartað væri fullt af eftirvæntingu......djöfull er þetta nú væmið,,,,jæja áfram. Semsagt haldið var til kartöflugeymsla við Ártúnshollt þar sem Borgin er að koma upp fjölnota byggingu, kynntar voru hugmyndir þar á veggjum og einnig voru í boði listviðburðir, þarna sá ég tækifæri að svala áhuga mínum á byggingum og "list"hins vegar. Byggingin er á margan hátt velheppnuð og skemmtilega útfærð, braggalag er látið halda sér að innann og nýr veggur að framan hefur verið steyptur sem andlit hússins. Einnig hefur verið byggður salur fyrir neðan og er þak hanns sem bílastæði. Með mér í för var Árni vinur minn, mikill lífkúnstner og byggingarmeistari, þar sem hann er einn besti trommari sem ég hef spilað með og áhugi minn á slagverki er mikill vorum við svo sniðugir að fara sjá Steintrygg spila. Þvílikt snilldar kombó vorum við vinirnir í trans allann tímann, skemmtilegir effektar og geggjað samspil slagverks og besta trommuleiks sem landið hefur á að skipa. Gaman var líka að allir voru þarna í úlpum því engin kynding var í þessum sal hússins, vildi Sigtryggur helst að bærinn skaffaði ákavíti til að hita mannskapinn en engin fulltrúi fannst þaðan,(þarna hefði nú kirkjan getað komið og gefið af blóði krists). Á undan spiluðu reyndar spunatríóið Flís, ahhh sjaldan er flís til fagnaðar. Slappir þetta voru svona týpur, útlitið á hreinu, hárið 5 daga drullugt og gallabuxurnar rifnar og skítugar, skeggjaðir, æ bara svona ímynd og útlit en engin sköpun, ekki mín deild. Þetta reyndar vakti athygli mína á gestum þessara viðburða, þar voru áberandi sem ég kalla lista "wannabees" mikil ímynd og útlit, svona þæfðar ullarkápur í skærum litum, skrítinn gleraugu, uppgerðar svipur(arti farti). Hafði nokk gaman að sjá hve hvað skilur hafrana frá sauðunum, listamennirnir voru þarna bara svona pínu venjulegir lausir við allan fígúrugang og skiluðu sínu, minnti svona pínu á munin á afskiptafræðingum og securitas, báðir í svörtum búningum nema hinir eru bara ekta.´Í nýbyggingunni fyrir neðan var svo sýning á gömlum svart hvítum þöglum kvikmyndum sem varpað var á vatnstjald ,flott uppsetning þar sem þögn myndanna rann vel við vatnshljóðið. Semsagt flott sjóv.
Þaðan var svo haldið niður í Hafnarhúsið að sjá klappstýruflamengodansarana geggjaðar og svo pósuðu þessar elskur í lokinn með börnunum sínum fyrir gesti til að taka myndir, bara flottar. Síðan tók við franska rokkhljómsveitin Dionysos og tryllti mannskapinn, þar fóru saman hress lög og kjaftforar meiningar. Söngvarinn var óþreytandi við að sýna hreyfigetu sína og kenna íslendingum vel valin orð á frönsku. Þetta var nú bara hreint frábært!
Jæja er orðin þreyttur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2007 | 00:22
Hetjan mín!
Sælir hamstrarnir mínir!
Nú er komin 21 dagur febrúar í dag á afmæli sú kona sem ég elska heitast og er mér í hug alla daga! Þessi elska er dóttir mín og hetja hún Freyja Hlín Vil ég tileinka henni þessa færslu á 12 ára afmælisdeginum hennar.
Maðurinn og dýrðinn að eilífu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 01:51
Legið á liði sínu!
Hér er á ferðinni merking sem aldrei hefur ratað á mjólkurfernur landsmanna með teikningu eftir einhvern grunnskólanemann. Merkingin er upphaflega um afturhald á þeim mannauði sem tefla má fram til orrustu.
Hins vegar hefur þessi merking verið notuð um fararstjóra sem hafa verið að "fikta í farangrinum" þ.e gefið sig full líkamlega að viðskiptavinum sínum. Einnig þegar kennarar hafa átt við kennsluaðferðir sem hafa reynt á anatomiska þekkingu.
Hefur líka heyrst þar sem yfirmenn á vinnustöðum nota þessar aðferðir til starfsmannaþróunnar. Já hamstarnir mínir sjálfsagt hefur ímyndunarafl mitt fleiri útfærslur. Sem ekki verða raktar hér að óþörfu, leitt fyrir ykkur.
En samfélagið og mannskeppnan sjálf hafa algerlega séð um að viðhalda þessari merkingu eða tungutaki. Hvað má kalla birgismálið og Breiðavík annað en þessu nafni.
Maðurinn og dýrðinn!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 02:26
Fletja flatneskjuna!!!!
Hef ég legið fullengi á hugaburðum mínum og set þar við ný formerki!
Sagði blogga ekki ,á ekki Musso á bílaláni, en gaf það fyrra eftir, endurholdgun og upprisa holdsins!
Hér munu byrtast myndir, sögur, kveðskapur(leirskapur) og síðast ekki en síst innsæi í hugarheim karlmanns á fimmtugsaldri. Readem and wheapem!
Með fyrirfram þökk.
Maðurinn!
Lífstíll | Breytt 21.2.2007 kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)