Pæling!

 

Hef átt samtöl við fólk eins og flestir aðrir, stundum hefur umræðan beinst að geðsjúkdómum og krankleikum hugans. Þunglyndi hefur oftar en ekki verið þar algengast og einnig kvíði. Tölur eins og 45-50% þjóðarinnar þjáist af slíkum krankleikum hafa verið birtar og sjokkerað samfélagið. Einnig hefur samfélagið til langs tíma verið fordómafullt gagnvart þessum sjúkdómum. Þunglyndir einstaklingar kallaðir latir eða fullir af sleni, kvíðasjúklingar þótt vera hreinlega móðursjúkir.Pinch

Jafnvel hefur maður heyrt fordóma í garð þeirra lyfja sem framleidd eru til hjálpar þessum sjúklingum. Og sjúklingarnir sjálfir einnig með fordóma gegn lyfjunum (sjálfsagt vegna fordóma hinna fyrrnefndu). Megnið af því fólki sem ég hef kynnst sem hefur verið haldið þessum krankleika, hefur einnig drukkið áfengi með lyfjunum ,kannski til öryggis. Oftar en ekki hefur sú blanda ekki verið að skila geðslegum árangri, en vekur upp pælingu um hvað getur talist vera innan marka hins "hefðbundna og viðurkennda".  Oft vill samfélagsleg umræða með tilheyrandi fáfræði og fordómum ná að halda umræðum niðri í myrkri miðalda.FootinMouth

Þá kemur einnig að annarri pælingu, fólk getur neytt áfengis sem er löggildur vímugjafi, en er ekki seldur sem lækningarlyf og þá einnig þeir sjúklingar eins og rætt er um hér að ofan. Um vínin eru ritaðar lærðar bækur (t.d léttvín) þar sem þau eru flokkuð eftir aldri , þrúgum og bragði. Jafnvel er það talið til hámenningar að kunna neyta og að meta góð vín. Fínt með mat osfrv.Gasp

Ætli lyfin myndu öðlast slíkan sess ef einhver lasarusinn myndi gefa út bók um mismunandi virkni og áhrif lyfjana, flokka eftir löndum, styrkleika, þróun og rannsóknir. Bókin gæti verið markaðsett eins og vínbók og höfðað til þeirra 45-50 % þjóðarinnar og kannski slegið á fordóma hinna. Hugmyndir af nöfnum: Lagt í lyfin, Pillupælarinn, Kringlótta kátínan, Höfuðlausnir..ahhh nei það er búið.

Svona smá pæling!Halo

Trúr eiginmaður:  Heimskautafari.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þetta er þarfleg pæling með mismunun á vímugjöfum, áfengi er gert allt of hátt undir höfði og þykir fínt að kunna skil á tegundum, framleiðsluaðferðum, þrúgum og vín-landafræðinni. Menn setja sig í stellingar og sötra pent, fara fögrum orðum um vínlendur og eru gáfulegir til augnanna. Einhverjum stundarkornum síðar er helmingurinn af liðinu kominn í gamla íslenska drykkjuhaminn, þar sem aðalatriðið er að finna á sér. Ég held að ef þetta "dóp" væri ekki jafn viðurkennt í okkar samfélagi og raun ber vitni, þá værum við ekki þær fyrirmyndir sem leiða börnin okkar út í þessa neyslu sem virðist vera lenska íslenskra ungmenna. Þetta á svosem ekkert bara við um Ísland, þessi þróun er allsstaðar í gangi, því miður. Nútímasamfélagið er keyrt of stíft og þetta er leiðin til að slaka á. Markaðurinn sér svo um að búa þetta í fallegan búning og gera það eftirsóknarvert að drekka "fínt". Óvitlaust væri staldra við og leita annarra leiða til að slaka á og öðlast lífs-"fyllingu".

Jón Þór Bjarnason, 9.3.2007 kl. 11:41

2 identicon

Rétt er það að lyf sem flokkast undir "gleðipillur" hafa ekki fengið sömu meðferð í munni almennings og lyf sem snúa t.d. að algengum kvillum eins og blóðþrýstingi eða astma. Það þykir sjálfsagt að pústa sig með astmameðali þegar astminn segir til sín og tek ég hér línu niður af vef Glaxo Smith Kline þar sem segir á þá leið að markmiðið með astmalyfjagjöf sé að auka tækifæri sjúklings til þess að geta lifað venjulegu lífi og jafnvel stundað íþróttir, eitthvað sem sjúklingur var vanfær um áður. Það er sjálfsagt finnst öllum að astmasjúklingur fái þau sömu tækifæri og aðrir, sé það mögulegt með lyfjagjöf og sennilega myndu flestir hampa lyfjatækni nútímans sem hjálpar sjúklingi að öðlast heilsu á ný. Það á þó ekki við um lyf sem notuð eru til þess að laga þunglyndi, kvíða, félagsfælni o.s.frv.. Það að vera þunglyndissjúkur eins og Jim Carrey, gamanleikarinn frægi var á tímabili, var bara aumingjalegt vegna þess að hann þurfti að bryðja Prosac. Hann var stimplaður Prosac æta. Aldrei hef ég heyrt um Ventolinsjúgara (astmalyf). Ég held að þessi lyf séu sett á þennan stall vegna fáfræði samfélagsins á áhrifum þessara sjúkdóma á einstaklinga. Astmi er auðheyranlegur á flestum sem hann hafa t.d. mæði eða surg og hósti. Flestir vita einnig afleiðingarnar, hann getur ekki hlaupið. Hvað geðsjúkdóma varðar er því þannig farið að þunglyndi, kvíði óg félagsfælni geta orðið svo slæm að sjúklingurinn fer ekki út úr húsi og er vanvirkur þjóðfélagsþegn með slökknaðan lífsvilja vegna þessa sjúkdóms sem hann kaus sér ekki frekar en astmasjúklingurinn. Sé mögulegt að veita slíkum sjúklingi hjálparhönd með lyfjagjöf sem aðstoðar hann úr mesta svartnættinu, kemur honum af stað, lætur honum líða vel innan í sér, eins og við öll viljum eiga rétt á, þá segi ég áfram með lyfin og tek upp hanskann fyrir hvern þann sem þarf slík lyf til þess að hafa það jafn gott og við hin. Ef astmasjúklingur á að hafa það gott, hví ekki þann sem langar til að taka sitt líf vegna vanlíðunar???

Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 16:06

3 identicon

Jæja Valli!!!

Er ný færsla ekkert innan seilingar ?

Pálína (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband